Fyrirtækið

Fyrirtækið

Velkomin á heimasíðu Gullkistunnar.

Verkstæði Gullkistunnar hefur verið starfrækt frá því um 1870. Þá var það verkstæði Erlendar Magnússonar gullsmiðs til 1909.

Magnús Erlendsson gullsmiður, sonur hans lærði hjá honum og rak fyrirtækið til 1930.

Jón Dalmannsson gullsmiður keypti þá verkstæðið, sem staðsett var í Þingholtsstræti 5.

Verkstæðið flutti hann seinna að Vitastíg 20 og 1938 að Grettisgötu 6. Árið 1946 var gamla timburhúsið að Grettisgötu 6  flutt inn  í Kleppsholt og nýtt hús byggt. Á meðan var verkstæðið starfrækt á Grettisgötu 2.

1949 flutti verkstæðið aftur að Grettisgötu 6 í nýja húsið og þar var jafnframt verslun. 1952 flutti fyrirtækið í hús Fatabúðarinnar og opnaði þar ásamt Sigurði Tómassyni úrsmið. Eftir það hét það Skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar.

Jón rak fyrirtækið til dauðadags 1970, en þá tók dóttir hans Dóra Guðbjört Jónsdóttir við rekstrinum. Hún  lærði hjá föður sínum, einnig við Kunstfackskolan í Stokkhólmi og Vereinigte Goldschmiede- und Kunstgewerbeschule í Pforzheim í Þýskalandi.  

1976 flutti fyrirtækið að Frakkastíg 10 og fékk þá nafnið Gullkistan. Þá voru starfandi 4 gullsmiðir og 2 afgreiðslustúlkur.

Fyrirtækið hefur alltaf boðið upp á fjölbreytt úrval af þjóðbúningasilfri og unnið er meðal annars eftir gömlum munstrum, sem Erlendur Magnússon hafði safnað og mótin, sem gerð voru fyrir sandsteypu fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu munstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varðveislu í Árbæjarsafni.

Opnunartími í versluninni er frá kl. 14 til kl. 18 alla virka daga og kl. 11 til kl. 14 á laugardögum.

Staðsetning

Dóra Jónsdóttir - Gullsmiður

Frakkastígur 10

101 Reykjavík

Sími: 551-3160  -  Fax: 551-3160

Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

13:00 - 16:00

Laugardaga

Lokað