Eini eðalsteinninn, sem hefur fengið orð á sig að boða ógæfu er Opal.
Þetta á uppruna sinn í smásögu eftir Walter Scott, þar sem álagaópal
er látinn færa aðalkvenpersónuninni vanheilsu.
Seinna gaf Victoría drottning ópalnum uppreisn æru, með því að gera hann að
eftirlætissteini sínum. Síðan hafa vinsældir hins litauðga ópals verið miklar.
Uppruni perlunnar. (Persnesk sögn).
Þegar fyrsti regndropinn féll úr skýjum himinsins í dimmblátt, voldugt hafið, tóku stórvaxnar bylgjur hann í sína sterku arma og vögguðu honum til og frá eins og örsmáum hvítvoðungi.
"Ósköp er ég lítill í allri þessari ómælisvíðáttu!" sagði regndropinn.
En hafið svaraði: "Hæverska þín hugnast mér vel. Og mun ég gera úr þér varanlegan regndropa. Ég mun gefa þér liti friðarbogans. Þú munt verða regndropi fullur fegurðar og birtu, jafnoki hreinustu gimsteina. Þú munt drottna yfir heiminum, og jafnvel konan mun lúta þér".
Þannig varð perlan til.
Um höfðaletur
Höfðaletur er eitt hið sérkennilegasta fyrirbrigði í skrautlist Íslendinga á síðari öldum og má heita fastur liður í íslenskri skurðlist. Í Árbók Fornleifafélagsins árið 1900 hefur hinn ágæti fræðimaður Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifað ritgerð um höfðaletur, og hefur hann því fyrstur manna gert merka tilraun til rannsóknar á þessu merkilega letri, en átti örðuga aðstöðu sökum þess, hve fáir útskornir munir voru þá komnir á Þjóðminjasafnið. Þó hefur honum tekist að samræma tvenn höfðaletursstafróf, sem hann birtir í nefdri Árbók, auk margra aukamynda af nokkrum stöfum.
Brynjúlfur hefur það eftir Sigurði Guðmundssyni málara, að höfðaletur sé í fyrstu myndað eftir gotnesku letri, munkaletrinu svonefnda. Við athugun er auðséð að á þessu leikur enginn vafi. Þó virðist mér langmestur hluti höfðaletursins vera myndaður eftir smáletri gotnestka stafrófsins frekar en upphafsstöfunum.
Um aldur höfðaletursins verður ekki sagt með neinni vissu , en þar sem það er runnið af gotnesku letri, má gera ráð fyrir, að tré-
skurðarmenn hafi farið að mynda það skömmu eftir að gotnesk skrift fór að tíðkast hér á landi.
Nafnið höfðaletur hefur verið seinni tíma mönnum fullkomin ráðgáta, sem í rauninnu er óleyst enn þann dag í dag.
Brynjúlfur Jónsson hefir það eftir ömmu sinni, að hún hafi heyrt, að höfðaleturs-nafnið væri dregið af því, að leggir stafanna hefðu höfuð á endunum. Í öðru lagi getur hann um, að dr. Jón Þorkelsson hafi getið þess til, að merking þess væri höfuðstafir = upphafs-
stafir eða viðhafnarstafir. Í þriðja lagi giskar Brynjúlfur á, að Hötði hafi verið bær sá, sem höfðaletrið breiddist út frá í fyrstu. Ein til-
gátan er sú að orðið höfðaletur sé bein þýðing á orðinu á þýska orðinu Capitalschrift (tilvísun; August Gebhard; Um nafnið höfðaletur. Árbók Fprnleifafélagsins 1901, 28.) nefninlega upphafsstafletur = viðhafnarletur, en rannsókniir virpðast leiða í ljós, að þessi tilgáta sé mjög hæpin sökum þess, að höfðaletrið virðist einkum vera myndað eftir gotnesku smáletri, en síður eftir gotneskum upphafs-stöfum.
Loks hefur mér komið til hugar, að höfðaletrið kynni að draga nafn sitt af því, að það er, að því er ég best veit,alltaf skorið upphleypt (Relief) og eru það snögg og glögg umskfti frá rúnaletrinu, sem undantekningarlaust var rist niður í flötinn. Því er ekki óhugsandi að höfðaletrið hafi til aðgreiningar frá rúnum í fyrstu verið kallað "hafið letur" eða "hafða letrið", þ.e. upphafið eða upphleypt letur, en orðið síðan breyst í núverandi mynd.
Flestar þessar tilgátur eiga nokkurn rétt á sér. Tiilgáta Sig. Guðmundssonar málara, að höfðaletrið sé myndað eftir bandaletri eða bendlaletri, finnst mér ekki sennileg, því að höfðaletrið er miklu líkara munkaletrinu sjálfu. - - - -
Skrifað upp úr Iðnsögu Íslands, 1943, kaflanum um skurðlist eftir Guðmund Finnbogason og Ríkarð Jónsson.
Nú eru 8 gestir og enginn meðlimur að skoða síðuna