Hnífaparaskorður.
Sjálflímandi skorður í þrem litum: blátt, grænt og rautt fást í Gullkistunni.
Einnig fílt í sömu litum til að klæða skúffurnar og fílt til að leggja yfir silfur og silfurplett til að varna því að falli á það. Fægilögur, hreinsilögur og fægiklútar fást einnig.
Hver röð er 2x12cm og tekur 12 stykki, sem kosta 1980,-
Svo er hægt að fá fyrir aukahluti, sjálflímandi fílt 45cm breitt kostar 5225- kr metrinn. Einnig er hægt að fá pakka sem í eru skorður fyrir 65 stykki ásamt 70 cm af fílti, pakkinn kostar 13970-
Einnig eru til pakkningar með fíltrúllu, sem er 45x70cm og kostar 3030-
Svo eru líka til fíltpokar fyrir 12 stykki, þar sem hlutunum er komið fyrir í hólfum og síðan rúllað saman og bundið utanum með bandi, sem er fast á fíltinu. Fyrir hluti allt að 17 cm 3445 -, 22,5 cm 3780 - og 26 cm 4125 -